Fundargerðir stjórnar
Stjórnarfundur 2. október 2012
Fundur TAK 2. október 2012
Mættar: Anna Björk, Unnur, Hrönn, Þorbjörg og Stefanía.
Dagskrá:
- Jógahelgi
- Heimsókn í Alcoa - félagsfundur 8 nóvember
- Akureyri í desember
- Kona mánaðarins og önnur mál
- Önnur mál
Jógahelgi: Tilboð frá Hótel Öldunni, Gisting eina eða tvær nætur. Gisting fyrir einn með morgunmat 8000 kr. fyrir tvo 12000, PIzzza í Skaftfelli á föstudagskvöld, súpa í hádeginu, pizza 1650 og súpa 1050 krónur. 3500 kr. í kvöldmat með Miðausturlandaþema, Indverskur kjúklingaréttur eða marakóskt lamb. Miðað við tvo í herbergi þá er það 12.200 á mann m.v. eina nótt 18.200 m.v. tvo í herbergi. Geta verið 8-27 m.v. reynslu af tveimur helgum. Væri gaman að horfa á bíó t.d. „Eat pray love“ eða „When Harry met Sally“. Unnur ætlar að heyra í Ríkey - kanna hvor helgin 19-20 eða 26-27 október. Hafa sjósunds áskorun.
Heimsókn til Alcoa: Halda okkur við 8. nóvember og félagsfundur? Labbið tekur rúman klukkutíma, gætu orðið tveir til þrír hópar. Kanna hvort hægt er að hafa stutta kaffistund eftir ferðina. 10-15 þá í 102 ef fleiri þá í Sómasetrinu - léttar veitingar eftirfyrirtækjaheimsókn (kex, ostar, samlokur).
Akureyri í desember - 23. og 24. nóvember, panta miða á laugardag á Baggalút 5.555 miðaverð á tónleikana, má taka með maka. Þarf að skipuleggja fljótlega. Hrönn kannar með húsnæði. „Hótel Akureyri“. Þorbjörg ætlar að kanna málið. Reikna með að makar geti komið með ef þeir vilja. Fá tilboð m.v. tvær nætur. Auglýsa núna, skráning fyrir mánaðarmótin - til að meta fjölda. Kanna hvort hægt er að taka frá 20 miða fram að mánaðarmótum. Athuga með RUB og hótelið ef við erum saman á hóteli ???
Kona mánaðarins: Ekki búið að gera miða, 104 í félaginu. Anna Katrín Svavarsdóttir kom eftir númerað val. Stefanía tekur að sér að nálgast upplýsingar. Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.. Hún verður þá kona nóvembermánaðarins.
Önnur mál:
Bréf til félagskvenna: Þorbjörg eyddi yfir 10 þúsund krónur í að senda út bréf. Bar árangur, einhverjir sendu leiðréttingar o.s.frv. Spurning að senda út kynningarbréf á vinnustaði þar sem konur eru hvattar til að taka þátt. Vekja athygli á okkur. Hvetja fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirtækjaheimsóknir. Stefanía og Þorbjörg og kanna með fyrirtækjalista.
Setja upp dagatal á síðunni. Unnur skal skoða hvað er í gangi, hlaupahópar og ferðafélög. Unnur ætlar að skrifa bréf/grein til kvenna um hversu mikilvægt er að hreyfa sig.
Næsti fundur þriðjudaginn 30. október kl. 20 heima hjá Stefaníu og í Skype.