logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 12. nóvember 2012

Mættar: Anna Björk , Hrönn, Stefanía, Þorbjörg og Unnur í Skype.

Dagskrá:

  • Norðurferð
  • Alcoa
  • Kona mánaðarins
  • Önnur mál

Ákveðið að sleppa Norðurferð og reyna að hafa einfaldari viðburð í staðinn. Halda málþing og kynningu á „konum í stjórnir“ verkefninu.   Miðvikudagur 12. Des kl 12 og 17 á Reyðarfirði. Verkefnið nær eingöngu til þeirra sem hafa lokið námskeiðinu - þ.e. þeim sem vilja. Stefanía sendir ramma af upplýsingum sem unnið verður úr kynningarefni á stjórn.  Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði v. Fundar á Reyðarfirði. Tala við Magga um fulltrúa af Héraði (Tala við Auði, Hjördís Þóra, Anna Karlsdóttir, Anna Dóra?).

Alcoa - búið að vinna ítarlega dagskrá - fimm sem koma að þessu. Ákveðið að fresta fram í mars og apríl. Auglýst í Dagskránni / Austurlandi. Fyrir allar konur. Alcoa tilbúið að borga helminginn af auglýsingunni. Kanna hvort Alcoa sé tilbúið að greiða fyrir alla auglýsinguna og það væri þá meiri áhersla á Alcoa og TAK kæmi inn með mótframlag í tengslum við umfjöllun og smölun á fundinn. Stefnt að 11. apríl. Sama dagskrá og búið var að undirbúa - senda í auglýsingu 20. mars. Láta blað ganga á milli um skráningar í TAK. Væri jafnvel hægt að skrá þær beint inn á vefinn.

Sleppa viðburði í nóvember en auglýsa frekar það sem er í gangi t.d. jafnréttisfundir, tónleikar ofl.

Kona mánaðarins - dregið í fyrsta sinn úr boxinu. Anna dregur.   Katrín Jóhannesdóttir - textílkennari á Hallormsstað.

Önnur mál:

  • Margar konur sem héldu að þær væru í TAK en eru ekki á listanum. Anna Björk er að vinna í þessu, þarf að ýta við konum að láta okkur vita ef þær eru ekki að fá upplýsingar.
  • Næsti fundur, jólahittingurinn okkar. Efni - vinna dagskránna fyrir næstu önn - hittast heima hjá einhverri og borða saman.   Þriðjudagur 4 des - Gistihúsið kl. 18. Hrönn bókar Gistihúsið fyrir 5 í stjórninni.
  • Aðalfundur næsta vor á Skálanesi - ekki í lok maí. Sjáum til með staðsetningu.