logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 4. desember

Stjórnarfundur TAK 4 desember á Gistihúsinu á Egilsstöðum

Mættar: Þorbjörg, Hrönn og Stefanía

Dagskrá:

  • Dagskrá 2013
  • Kona janúarmánaðar
  • Önnur mál

Þar sem hvorki Unnur né Anna gátu mætt var ákveðið að skipuleggja einungis viðburði í janúar og febrúar

Janúar: Fram kom að ekki verður af kynningarfundum um „Konur í stjórnir“ í desember en þeim verður frestað fram í janúar - hugmynd að vera með fund um miðjan janúar og að kynning á konunum yrði í Austurlandi tölublaði 6 sem kemur út 10. janúar. Jafnframt var stungið upp á að leitað yrði til Tókatækni um að taka upp viðtöl við konurnar sem væru að bjóða sig fram í stjórnir og að viðtölin yrðu síðan sett á vef TAK. Stefanía mun koma með hugmynd að framkvæmd og senda á stjórn.

Febrúar: Ákveðið að hafa n.k. kvennamessu ásamt almennum félagsfundi. Hugmynd að erindum frá Önnu Ingólfsdóttur og Guðrúnu Bergmann um hvernig konur geta verið ungar allt lífið o.s.frv.   Einnig kæmi innlegg frá konum á svæðinu svo sem Beggu sagnakonu, Önnu spákonu, Arnbjörgu Sveinsdóttur ofl. Því velt upp að fá Kötlu Steinsson til að vera fundarstjóra en hún var fyrsti formaður TAK. Stefanía tók að sér að undirbúa viðburðinn.

Kona janúarmánaðar var dregin úr hattinum en hún er Ragnheiður Christiansen sem fær sendar spurningar og verður kynnt í næsta tölublaði Austurlands.

Önnur mál voru ekki tekin fyrir.

Næsti fundur settur þriðjudaginn 8 janúar.