logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 1. september 2013

Fundargerð stjórnar

Mættar:  Anna Björk, Anna Katrín, Magnfríður, Sigrún og Þuríður

Dagskrá: 

$11.       Skipan í stjórn

$12.       Kona mánaðarins

$13.       Fyrirspurnir

$14.       Haustviðburðir og vetrarstarfið

$15.       Heimsóknir

Í upphafi fundar var ákveðið að „pimp up“-a facebook síðuna og reyna að vera líflegar á miðlunum okkar í vetur.

Skipan í stjórn

 Anna Björk bauð sig fram sem formaður þar sem hún hafði verið í stjórn áður og voru allar smaþykkar því. Samþykkt var að Anna Katrín tæki að sér gjaldkerastöðu og Þuríður yrði ritari. Magnfríður og Sigrún verða meðstjórnendur.

Kona mánaðarins

Dregið var úr British Biscuit boxinu og var það Anna Kartrín sem dróg upp hana Jóhönnu Ingibjörgu Sigmarsdóttur , sóknarpresti í Egilsstaðaprestakalli.

Fyrirspurn

Fyrirspurn kom um að halda framsögunámsskeið, útfrá hugmyndum á aðalfundi TAKs í vor. Tekið var vel í það og ætlar Magnfríður að hafa sambandi við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Haustviðburðir og vetrarstarf

Ákveðið var að fækka viðburður úr mánaðarlegum yfir í 3 að hausti og 3 að vori. Hugmyndir komu að því hafa eina fyrirtækjaheimsókn, einn stóran viðburð og líklega að fá heimsókn frá öðrum tengslanetum á hvoru misseri.

Haust:

  • Hugmynd að fyrirtækjaheimsókn á Djúpavog(Arfleið o.fl.)~ Enda september
  • Heimsókn frá Tengslaneti kvenna á Húsavík~21. September (er í endanlegri athugn)
  • Framsögunámskeið~enda október(er í athugun)

Vor:

  • Hugmynd að fyrirtækjaheimsókn á Eskifjörð(Lára, Tanni, Meet the locals)
  • Heimsókn frá konum í stjórn á Norðurlandi
  • Stór viðburður(námskeið eða ferð)

Heimsóknir

Verið er að kanna hvort tengslanetið á Húsavík hafi enn hug á að koma 21 sept. Verði svo á eftir að skipuleggja dagskrá fyrir þær.

Næsti fundur

Ekkert var ákveðið því upplýsingar um hugsanlega viðburði liggja ekki fyrir og því verður að koma í ljós hvenær hisst verður næst.