Fundargerðir stjórnar
Stjórnarfundur 5 janúar 2014
3. stjórnarfundur haldinn 5. Janúar í gegnum skype frá Reyðarfirði og Egilsstöðum.
Mættar eru á Reyðarfirði: Anna Björk og Þuríður og á Egilsstöðum: Magga og Anna Katrín
Umræðuefni á fundi:
Koma með dagssetningar á námskeiðið sem við stefnum á að halda „konur í ljósvakamiðlum“.
Dagsetningar sem koma til greina: 8-9 febrúar, 22-23 febrúar og 1-2 mars haldið á Egilsstöðum, reyna að setja upp svona konufiesta! Heill laugardagur og hálfur sunnudagur.
Magga talar við Austurbrú þekkingarmiðlun.
Hugsanlegar staðsetningar fundnar og tekur Magga það að sér.
Senda út tilkynningu sem fyrst og kynna námskeiðið og það sem verður.
FKA er væntanlegt 1 eða 2 helgina í maí. Hálfgerð fyrirtækjaheimsókn, borða með þeim?, aðstoð við skipulag. Sennilega talsverð vinna hér á bakvið.
Kona janúarmánaðar dreginn úr dósinni góðu og verður haft samband við hana.