logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 13. febrúar 2014

4. stjórnarfundur haldinn 13. Febrúar í gegnum skype frá Reyðarfirði og Egilsstöðum kl. 20:00.

Mættar eru á Reyðarfirði: Anna Björk og Þuríður á Egilsstöðum: Magga og Anna Katrín

Umræðuefni á fundi:

Endanleg dagskrá og staðsetning framkomunámskeiðsins sem haldið verður 1-2. mars 2014

Farið yfir auglýsingu áður en hún er send í dagskránna.

Farið yfir kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðs námskeiðs.

Farið yfir hverjir munu koma að námskeiðinu, hverjir eru pottþéttir inni og frá hverjum vantar svar.

Kona mánaðarins dregin upp úr dósinni góðu.

Sigrún Þorsteinsdóttir hefur sagt sig úr stjórn TAK og verður haft samband við varamenn og könnuð staðan á þeim.

fundi slitið 20:40