logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Fundargerð stjórnar 10. september 2014

  1. Stjórnarfundur þann 10. September 2014

Mættar: Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, Tinna Halldórsdóttir, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Anna Katrín Svavarsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Elísabet Reynisdóttir var fjarverandi.

Skipan í stjórn

  • Magnfríður formaður
  • Anna Katrín gjaldkeri
  • Elísabet ritari
  • Tinna umsjón vefsíðu
  • Sigrún meðstjórnandi

Kona septembermánar

Dregið var úr British Biscuit boxinu og var það Sigrún Hólm sem dró upp hana Sigríði Bragadóttur og fær Elísabet það hlutverk að tala við hana.

(leiðrétt - Sigríður Bragadóttir er kona októbermánaðar)

 

Haustviðburðir og vetrarstarf

Kynning á tengslanetinu

Ákveðið var að stjórn TAKs færi í fundarröð í lok september til að kynna félagsskapinn og fá hugmyndir að vetrarstarfi. Drög af dagsetningum eru:

Egilsstaðir þann 22. september, klukkan 20:00.

Breiðdalsvík þann 24. september, klukkan 20:00

Norðfjörður þann 25. september, klukkan 20:00

Magnfríður og Tinna athuga með fundarstaði, þá munu Magnfríður og Sigrún taka saman efni fyrir kynningu. Síðan var ákveðið að hittast strax aftur í næstu viku til þess að ræða kynninguna.

Önnur hugmynd var að fá viðtal í austurlandsmiðlum s.s. Austurfrétt. Magnfríður athugar málið.

Stígum fram – Lean In

Lean In eða Stígum fram er bók eftir Sheryl Sandberg stjórnanda hjá Facebook sem hefur undanfarin misseri kveikt neista í jafnréttisumræðu og sjálfseflingu kvenna. Ákveðin hreyfing hefur orðið til í kringum efni bókarinnar með það að markmiði að efla konur til að stíga fram, láta rödd sína heyrast og taka sæti við borð ákvarðana. Ennfremur að styðja við jafnrétti á heimilum og jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að samspili vinnu og heimilis.
Ætlunin er að bjóða upp á vinnuhelgi þar sem farið er yfir efni bókarinnar og verkfærin sem þar er að finna kynnt. Í framhaldi af því verður svo eftirfylgni sem felst í ellefu stuttum vinnufundum, jafn mörgum köflum bókarinnar. Á þeim geta konur lært enn betur að nýta sér hugmyndafræði bókarinnar og þau verkfæri sem felast í efni Stígum fram.

Til þess að þetta verkefni geti farið fram með myndarbrag hafði Tinna framgöngu í því að sækja um styrk til samfélagssjóð Alcoa Fjarðaáls og vonum við að það beri árangur.

Aðrar hugmyndir sem styttra eru komnar á veg eru:

  • Fyrirtækjaheimsóknir
  • Golfkennsla

 

Fundi slitið.