logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Um faghópa TAKs

Faghópar

Faghópar

1. Innan TAK starfa ýmsir faghópar að eftirfarandi málaflokkum

  • Atvinnulíf
  • Almenn fræðsla og félagsmál
  • Menning, listir og rannsóknir
  • Stjórnmál og stjórnsýsla

2. Meginhlutverk faghópa

  • 2.1 Að þjóna félögum TAK sem umræðuvettvangur.
  • 2.2 Að móta og skipuleggja t.d. fundi, námskeið, ráðstefnur, sýningar og aðra viðburði fyrir félagsmenn.
  • 2.3 Að koma upplýsingum og hugmyndum um athyglisverð umfjöllunarefni til stjórnar T.A.K.
  • 2.4 Að nálgast nýjustu upplýsingar hvers fags á hverjum tíma og dreifa eða koma áfram innan hópsins.
  • 2.5 Að fylgjast með þjóðfélagslegum breytingum og upplýsingum sem aðilar geti nýtt sér í sífellt breytilegum heimi.

3. Starfsemi faghópa

  • 3.1 Faghópar leggja drög að verkefnaáætlun hvers árs og eru drögin kynnt á aðalfundi T.A.K.
  • 3.2 Hver faghópur um sig stýrir viðburðum á vegum T.A.K. sem tengjast viðkomandi áhugasviði í ársfjórðung árlega.

Dæmi um slíka skiptingu milli hópanna:

  • Atvinnulíf janúar & febrúar
  • Stjórnmál mars & apríl
  • Menning maí & september
  • Almenn fræðsla október & nóvember

4. Stjórnun hópanna og tengsl við stjórn4

  • 4.1 Þriggja manna ráð stýrir starfsemi hvers faghóps. Einn aðalmaður úr stjórn T.A.K. situr í viðkomandi ráði.
  • 4.2 Ráðið og hóparnir sjálfir séu skipaðir konum sem víðast af Austurlandi.Við endurnýjun í faghóparáð og faghópa skal leitast við að velja fulltrúa af svæðum þaðan sem ekki hafa verið fulltrúar.
  • 4.3 Yfirumsjón og ábyrgð með faghópum liggur hjá stjórn T.A.K. og fulltrúi stjórnar í fagráði kemur upplýsingum um starf hópsins til stjórnar.
  • 4.4 Faghóparáði er skipt út árlega, utan að einn aðili úr ráðinu skal sitja áfram ár til viðbótar.